Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
Þessi vara er notuð til að fríska upp á bývax arkir. Þegar bývax dúkar hafa verið notaðir í eitt ár eða meira þá gæti þurft að bæta vaxi á þá til að þeir haldi geymslueiginleikum sínum og haldi matnum okkar ferskum.
Notkun: Hægt er að strauja vaxperlurnar á bývaxdúkinn eða setja í ofn.
Strauja: Setjið nokkrar perlur ofan á bývaxdúkinn, setjið bökunarpappír yfir og straujið yfir við lágan hita þar til perlurnar hafa bráðnað inn í dúkinn.
Setja í ofn: Stillið ofninn á 100°C. Setjið bökunarpappír ofan á bökunarplötu, setjið bývax dúkinn ofan á. Hellið nokkrum bývax perlum ofan á bývaxdúkinn og setjið plötuna inn í ofn þar til perlurnar eru bráðnaðar. Takið út úr ofninum og látið kólna. Passið að setja ekki of mikið af vaxi. Ef sett er of mikið vax er hægt að þurrka það af með klút áður en vaxið þornar.
Skráðu þig og fáðu sendan fróðleik og frábær tilboð.