Þessi rakskafa er sívinsæl meðal nýrra og þroskaðra áhugamanna um blautrakstur. 100% plastlaus rakskafa sem er svokölluð öryggisrakvél (e. safety razor) með tvöfaldri brún. Hausinn á raksköfunni er þungur og handfangið er langt sem auðveldar stýringu á sköfunni. Í raksköfuna er sett eitt rakvélarblað í einu og skipt út eftir þörfum. Með fiðrildaopnun er auðveldlega hægt að skipta um rakvélarblað. Rakvélablöðin má setja í endurvinnslu.
Rakskafan er lífstíðareign ef farið er vel með hana.
Rakvélablöð fást hér: Rakvélablöð
Lengd: 11 cm x 4 cm.
Þyngd: ca.181 gr.
Efni: Ósvikinn kopar rammi, handfang króm húðað.
- Umsagnir
Lítil fjölskyldufyrirtæki
Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón
Vistvænni lífstíll
Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi
Bestu vörurnar
Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug