Walden Natural Perfume

Náttúruleg ilmvatnsolía 10 ml - Solid Earth

Walden náttúrulegar ilmvatnsolíur eru handgerðar í litlum lotum, framleiddar úr hreinum, náttúrulegum, hágæða hráefnum og eru án allra kemískra ilmefna (fragrance). 
Hver flaska er með rúllukúlu (rollerball) og er því mjög þægilegt og auðvelt að setja á sig mátulegt magn af ilm. Ilmvatnsolíuna er hægt að nota eina og sér eða blanda með öðrum ilmvatnsolíum frá Walden.

Solid Earth: opnar með ferskum sítrus ilm ásamt Petitgrain, þá fylgir Vetiver með léttri Patchouli olíu sem lýkur með rjómalöguðu Amyris og snert af svörtum pipar.

Innihaldslýsing:
Caprylic/capric triglyceride, Citrus reticulata leaf oil, Pogostemon cablin leaf oil, Aniba rosaeodora wood oil, Amyris balsamifera bark oil, Vetiveria zizanoides root oil, Piper nigrum seed oil, *d-Limonene, *Geraniol, *Linalol, *Eugenol. *Naturally occurring in essential oils.