Margnota bómullarskífur eru íslenskt handverk og heklaðar heima í stofu úr 100% bómullargarni.
Þær eru frábærar til að hreinsa andlitið og til að taka af farða.
Þú notar sömu skífurnar aftur og aftur og þess á milli má smella þeim með handklæðunum í þvottavél við 60°C. Leikandi létt og minna rusl.
Bómullarskífurnar koma 5 saman í pakka. Oft eru skífurnar í sitthvorum litunum því notað er afgangsgarn eftir fremsta megni til að fullnýta allt garn.
Tvær stærðir:
Þvermál: 5,5 cm og 7,5 cm (ca) - koma í allskonar litum.
- Umsagnir
Lítil fjölskyldufyrirtæki
Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón
Vistvænni lífstíll
Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi
Bestu vörurnar
Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug