Náttúruleg, lífræn og hrein andlitsolía frá Oils of Heaven.
Lífræna apríkósuolían frá Ooh! er kaldpressuð úr olíuríkum kjarna úr apríkósuávöxtum sem líkist náttúrulegri olíu sem húðin okkar framleiðir. Apríkósuolían er einstaklega góð fyrir þurra og viðkvæma húð, sérstaklega fyrir þroskaða húð. Hún hjálpar til við að lífga upp og mýkja þreytta húð og dregur úr fínum línum, því olían hefur þá eiginleika að smjúga vel og djúpt inn í húðina.
Settu 2-3 dropa og nuddaðu létt á húðina eftir hreinsun. Má nota undir rakakremið og farðann. Hægt að nota sem dag- og næturolíu sem og meðferðarolíu ef húðin þarfnast aðeins meiri næringu.
Geymið ekki í beinu sólarljósi, best að geyma inni í skáp. Notist eingöngu útvortis.
Innihaldsefni: 100% Prunus armeniaca kernel olía
Magn: 5 ml.
- Umsagnir
Lítil fjölskyldufyrirtæki
Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón
Vistvænni lífstíll
Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi
Bestu vörurnar
Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug