Öflug en náttúrulega veirueyðandi, bakteríudrepandi og sveppalyf. Þessir eiginleikar tea tree olíunnar eru löngum þekktir og er hún mikið notuð í snyrtivörur, sápur og hársápur vegna þessa eiginleika. Einnig notuð í þvott og þrif á heimilum.
Athugið að ilmkjarnaolíur eru ekki bornar beint á húð heldur er þeim blandað saman við aðrar hlutlausar olíur eða krem í litlu magni.
Til að fá frískandi ilm af þvottinum, til dæmis með þvottaskeljunum frá Living naturally sem við hjá Mena notum allar fyrir okkar þvott og bjóðum upp á hér á síðunni, þá er gott að setja nokkra dropa af olíunni í þvottavélina ásamt þvottaskeljunum.
Fyrir heimilisþrifin þá er til dæmis gott að setja nokkra dropa af olíunni í vatn og edik til að þurrka af eða skúra. Það má líka nota olíuna beint á klísturbletti (ekki samt á pússaðan eða unnin við og prófið alltaf fyrst á litlu svæði sem sést ekki).
Innihald 10 ml.
Olían kemur í lítilli glerflösku með dropaskammtara og tappa úr harðplasti.
- Umsagnir
- Innihald
- Leiðbeiningar
- Hrein umhverfisvæn olía unnin úr jurtum og blómum.
Fyrir húð og líkamann:
Blandið nokkrum dropum af ilmolíunni saman við hlutlausa olíu, sápur, hársápur eða krem til að fá frískandi ilminn.Varist að bera olíuna beint á húðina!
Í þvottinn:
Setjið nokkra dropa af ilmolíunni í sápuhólfið fyrir þvott og þvoið samkvæmt leiðbeiningum. Gott er að nota ilmolíuna t.d. sem þvottaskeljunum frá Natural Living, þá er nokkrum dropum dreipt í bómullarpokann með sápuskeljunum.Fyrir heimilisþrifin:
Setjið nokkra dropa af olíunni í vatn og edik tli að þurrka af eða skúra. Það má líka nota olíuna beint á klísturbletti (ekki samt á pússaðan eða unnin við og prófið alltaf fyrst á litlu svæði sem sést ekki).
Lítil fjölskyldufyrirtæki
Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón
Vistvænni lífstíll
Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi
Bestu vörurnar
Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug