Mild olía sem hreinsar húðina án þess að þurrka hana. Húðin verður mjúk og heldur náttúrulegu rakajafnvægi sínu. Inniheldur ilmkjarnaolíur úr tea tree og geranium (blágresi) sem auka hreinsandi eiginleika olíunnar.
Hreinsið húðina að kvöldi. Nuddið olíunni með fingrunum á raka húðina með hringhreyfingu. Þurrkið hana svo af með hreinsisvampi og volgu vatni.
Hentar öllum húðgerðum, nema ef húðin er mjög viðkvæm þá hentar hreinsiolían fyrir viðkvæma húð.
Olía hefur einstaklega djúphreinsandi áhrif á húð og hefur hjálpað mér að ná meira jafnvægi á mína húð. Mér finnst húðin verða hrein, fersk og nærð. Þetta er lykillinn að heilbrigðri húð.
Innihaldsefni:
Olea europaea (olive) fruit oil, Carthamus tinctorius (safflower) seed oil, Sesamum indicum (sesame) seed oil, melaleuca alternifolia (tea tree), Pelargonium graveolens (geranium), linalool*, limonene*, geraniol*, citronellol*.
*Náttúruleg innihaldsefni ilmkjarnaolía.
Öll innihaldsefni eru vottuð lífræn og vegan.
- Umsagnir
Lítil fjölskyldufyrirtæki
Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón
Vistvænni lífstíll
Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi
Bestu vörurnar
Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug