Verslunin okkar er í Síðumúla 11 (Sambúðin)
Verslunin okkar er í Síðumúla 11 (Sambúðin)
Þetta hreingerningasápustykki fjarlægir óhreinindi, fitu, bletti og brenndar matarleifar. Sítrónu- og timíanolíurnar eru náttúrulega sótthreinsandi og bakteríudrepandi. Örfínn skrúbburinn fjarlægir óhreinindi á öflugan en mildan hátt. Eldhúshreinsistykkið er frábær ofnahreinsir. Óhætt að nota á öllum eldhúsflötum; borðplötur, skurðarbretti, flísar, keramik helluborð og málma.
Hreinsar og pússar vaska, krana borðplötur, ofna og flísar án þess að skaða þig né umhverfið.
Leiðbeiningar:
Bleyttu sápuna og berðu á rakan klút eða beint á svæðið sem á að hreinsa. Nuddaðu til að fjarlægja bletti og óhreinindi. Fyrir erfiða eða brennda bletti berðu beint á svæðið og þurrkaðu af með rökum klút. Pússaðu málma eftir hreinsun með mjúkum, þurrum klút til að fá glans.
Þyngd: 175 g.
Umbúðir: pappír
Innihaldsefni:
Vöruflokkar: 20% afsláttur, Eldhúsið, Græn þrif, Heimilið, Hreingerning, Hreingerningavörur, Nýtt, Planet Detox, Sápur
Skráðu þig og fáðu sendan fróðleik og frábær tilboð.