Funky

Hárskol úr edikgrunni fyrir þurrt og venjulegt hár - glerflaska

Hárskol úr náttúrulegu eplaediki og blöndu af jurtum og ilmkjarnaolíu sem hefur það markmið að lífga upp þurrt og venjulegt hár.  Mismikið þarf af skolinu, 10-20 pumpur eftir þykkt og magni hárs. Leyfið skolinu að vera í hárinu í allt að 5 mínútur. Skolið úr með volgu vatni.  Ediklyktin er líklega enn í hárinu eftir skolun en hún dofnar og hverfur á stuttum tíma. Skolið greiðir úr hárflækju og vinnur þannig eins og hárnæring.  Einnig gefur skolið hárinu ljóma og gefur þykkt og skerpir á náttúrulegum krullum. Vinnur á móti flösu og þurrum hársverði.

Látið hárskolið ekki berast í augu og hristið vel fyrir notkun.
Varan er vegan og ekki prófuð á dýrum.

Inniheldur 250 ml.

Innihaldsefni:
Lífrænt eplaedik, te úr chamomile, elder blóm, marshmallows rót, comfrey rót, vatn, optiben (án parabena og formaldehýða), lavender, may chang ilmkjarnaolíur