„Ég er gjörsamlega að fíla þessa sápu, mild, hrein lykt og freyðir vel. Besta er að henni fylgja engir plastbrúsar! Mér líður nefnilega eins og að plastbrúsarnir fjölgi sér eins og Gremlins. Núna er í ferli að taka út alla plastbrúsa sem innihalda sápur úr notkun á heimilinu. Hársápustykkið kemur í stað hársápu í plastbrúsa, venjulegu sápustykkin koma í stað handsápu í plastbrúsa og uppþvottalögs í plastbrúsa. Það skiptir miklu máli að gera svona breytingar í hænuskrefum, t.d. þegar einn sjampóbrúsi klárast þá setja inn hársápustykki og þegar næsta sápa klárast t.d. við baðvaskinn, að setja inn sápustykki og þannig koll af kolli..“
Mild og nærandi hársápa. Hentar öllum hárgerðum, sérstaklega viðkvæmum hársverði eða vandamál í hársverði og blönduðum.
Góð lausn fyrir þau sem vilja hreint hár og góðan ilm ásamt því að losna við alla plastbrúsana sem fylgja hárþvottum.
Helstu innihaldsefni:
Lífræn Avocado olía nærir þurrt og stökkt hár. Djúpnærir, styrkir og gefur hárinu ljóma. Inniheldur vítamín, amínósýrur og góða fitu sem nærir hársvörð og stuðlar þannig að heilbrigðum hárvexti.
Lífræn olía unnin úr sítrónu, May Chang og Ylang. Stuðlar að jafnvægi í olíuframleiðslu húðar ásamt því að gefa einstaklega upplífgandi ilm.
Þyngd 90 gr.
- Umsagnir
- Innihald
- Leiðbeiningar
-
Umsagnir
Byggt á 3 reviews Skrifa umsögn -
Lífrænt Sapindus mukorossi (sápuskelja) ávaxtaþykkni
Olea europaea (ólífu) ávaxtaolía
Lífræn Cocos nucifera (kókoshnetu) olía
Lífræn Ricinus communis (laxer) fræolía
Sodium hydroxide*
Lífrænt Theobroma cacao (kakó) fræsmjör
Lífræn Persea gratissima (avókadó) olía
Kaolinite (hvítur leir)
Cananga odorata (ylang ylang) blómaolía
Citrus limon (lemon) barkarolía
Litsea cubeba (may chang) ávaxtaolía
Geraniol**
Citronellol***Natríum hydroxíð er notað í sápugerðinni sjálfri en ekkert verður eftir af því í sápunni
**Náttúrulega innihaldsefni ilmkjarnaolía -
Bleytið sápustykkið og freyðið í höndunum. Berið svo í blautt hárið, nuddið og skolið.
Leyfið sápunni að þorna milli þvotta og geymið hana ekki í bleytu.
Lítil fjölskyldufyrirtæki
Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón
Vistvænni lífstíll
Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi
Bestu vörurnar
Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug