Náttúrulegt & hreint - plastlaust & umhverfisvænt
Handáburður með dásamlegum ferskum ilmi af sítrónu og sítrónugrasi. Sérstaklega gerður fyrir þurrar hendur og mjög þurrar hendur. Hann inniheldur jómfrúar ólífuolíu, kakósmjör og avókadóolíu til að festa rakann í húðinni, smýgur fljótt og örugglega inn í húðina og hendurnar verða mjúkar og nærðar allan daginn.
IIlmkjarnaolíur af sítrónu og sítrónugrasi eru notaðar til að gefa ilminn. Notið handáburðinn eftir þörfum eftir handþvott. Varan inniheldur snefilmagn af viðurkenndu rotvarnarefni sem heitir Optiphen og er formaldehýðfrítt og parabenfrítt rotvarnarefni. Ef rotvarnarefnið væri ekki notað í framleiðslu áburðarins þá væri hann nothæfur í mesta lagi í þrjár vikur.
Varan er vegan, inniheldur engar dýraafurðir og aldrei prófað á dýrum.
Innihaldsefni:
Extra Virgin Olive Oil, Avocado Oil, Almond Oil, Jojoba Oil, Cocoa Butter, Lemon And Lemongrass Essential Oils, Water, Emulsifying Wax, Optiphen (Paraben And Preservative Free Preservative).
- Umsagnir
Lítil fjölskyldufyrirtæki
Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón
Vistvænni lífstíll
Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi
Bestu vörurnar
Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug