Zero-waste og 100% plastlaus öryggisrakvél (e. safety razor) með tvöfaldri brún ásamt standi fyrir rakvélina. Í raksköfuna er sett eitt rakvélarblað í einu og skipt út eftir þörfum.
Mjög auðvelt er að skipta um rakvélarblað með því að skrúfa hausinn af og blaðið sett á milli og skrúfað aftur.
Skafan er með nettum haus og er létt, handfangið er langt og grannt með mjög grófri áferð/munstri sem gefur gott grip. Hentar öllum kynjum, hvort heldur andliti og/eða líkama.
Rakvélin er lífstíðareign ef farið er vel með hana.
Eitt rakvélarblað fylgir með rakvélinni. Fleiri fást hér: Rakvélablöð
Kostir plastlausra öryggisrakvéla:
Góður rakstur: Með öryggisrakvélinni næst rakstur nálægt húð án áreynslu.Inngróin hár, roði í húð og kláði heyra sögunni til.
Endingargóð: Með góðri umhirðu er rakvélin nánast lífstíðareign enda úr hágæða hráefnum.
Umhverfisvænt: Það er nánast ógerningur að endurvinna einnota plastrakvélar, sérstaklega umbúðirnar. Eitt endurvinnanlegt rakvélarblað úr stáli er eina sem til fellur við notkun öryggisrakvéla. Kemur í endurvinnanlegum pappaumbúðum.
Hagkvæmt: Eftir að hafa keypt öryggisrakvél þarf einungis að kaupa rakvélarblöð.
- Umsagnir
Lítil fjölskyldufyrirtæki
Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón
Vistvænni lífstíll
Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi
Bestu vörurnar
Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug