Þetta er góður byrjunarpakki sem inniheldur þrjár mismunandi stærðir af bývaxörkum til að vefja um matinn eða setja yfir skálar og diska.
Arkirnar eru margnota og þurrkað af þeim á milli notkunar ef þarft. Gerðar úr náttúrulegum hráefnum og engin eiturefni smitast yfir í matinn þinn.
Stærðir:
40 x 40 örkina er hægt að nota til að setja yfir flestar skálar og diska og geyma matinn. Geymir lítinn brauðhleif og risastóra samloku. Mjög sniðugt að setja yfir deig í hefun og auðveldara að þrífa en viskustykkið.
30 x 30 örkina er hægt að nota fyrir samloku, oststykki og gera nasl-og nestispoka og margt fleira.
20 x 20 örkin er hentug til að setja utan um hálfa avókadóið, hálfu sítrónuna og hálfa laukinn. Lítinn ost og setja yfir litla skál og margt fleira.
Notkunarleiðbeiningar:
Með réttri notkun og umhirðu ættu arkirnar að duga í eitt ár eða meira. Notaðu ylinn af höndunum til að vefja og móta arkirnar utan um matinn. Á milli notkunar er gott að þurrka af örkunum með köldu vatni eða skola þær. Hengið til þerris. Má ekki nota heitt vatn né setja í uppþvottavél. Má ekki setja á ofn.
Af hverju eru bývaxarkirnar frá Bumble Wrap góður kostur:
Margnota
Má skola/þurrka af með köldu vatni
Plastlausar
Niðurbrjótanlegar
100% náttúruleg hráefni
Handgerðar
Innihaldsefni:
100% bómull, bývax, jojoba olía.
- Umsagnir
Lítil fjölskyldufyrirtæki
Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón
Vistvænni lífstíll
Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi
Bestu vörurnar
Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug