Natural Beauty Pot

Beauty Balm alhliða undrakrem

5.290 kr
Sæki umsögn...
  • Beauty Balm alhliða undrakrem

Natural Beauty Pot

Beauty Balm alhliða undrakrem

5.290 kr
Sæki umsögn...

Berglind mælir með...
Mitt uppáhaldskrem síðustu misserin hefur verið Beauty Balm frá Natural Beauty Pot. Þetta krem er í raun fleira en bara krem, það hentar líka til þess að fríska upp á hárið og ég er búin að komast að því með tilraunum á unglingahúð að það virkar róandi á bólótta húð.

Mér finnst frekar erfitt að finna augnfarðahreinsi sem virkar almennilega og er þægilegur að nota en er búin að komast að því að Beauty Balm virkar frábærlega sem augnfarðahreinsir. Ég ber þunnt lag á augnsvæði og augnhárin, nudda létt og strýk af með volgu vatni á bómullarskífu.

Kremið er hreint jojoba, það er frekar hart en mýkist fljótt við hitann af fingrunum.

Ef þú vilt einfalda líf þitt með því að eiga og nota færri krem en fleiri þá er þetta málið!“


Beauty Balm frá Natural Beauty Pot er alhliða krem sem nærir, mýkir og græðir. Þykkt kremið sem inniheldur Jojoba bráðnar þegar þú berð það á andlit til að gefa því raka, eða á varir eða hendur til að mýkja. Kremið hentar einnig vel til að forma augabrúnir, fyrir naglaböndin og til að mýkja og næra hárið.

Við hjá Menu höfum notað þetta krem töluvert á fjölskyldumeðlimi á öllum aldri og okkur finnst það til dæmis hafa róandi og góð áhrif á bólótta húð. Einnig er það sérlega mýkjandi fyrir þreytta og þurra fætur.

Kremið er í fallegu möttu gleríláti með tréloki og fer því vel í hillu.

Allar vörurnar frá Natural Beauty Pot eru framleiddar í litlum skömmtum til að hámarka gæði og ferskleika. Áhersla er lögð á að innihaldsefnin séu rekjanleg og sem náttúrulegust.

Vörurnar eru aldrei prófaðar á dýrum og þær eru vegan.

Innihald 30ml.
Kremið kemur í sandblásinni glerkrukku með skrúfuðu loki úr viði og harðplasti.

HandgertVeganNáttúrulegtÁn dýratilrauna

  • Simmondsia Chinensis (jojoba)

  • Takið hæfilegt magn með fingrunum og mýkið í lófa eða með fingrum áður en það er borið á húðina eða í hárið. 

    Kremið er mjög drjúgt svo byrjið á litlu magni og bætið frekar við.

Lítil fjölskyldufyrirtæki

Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón

Vistvænni lífstíll

Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi

Bestu vörurnar

Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug