Wild Sage + Co

Andlitsmaski Green Clay & Kelp

Djúpnærandi maski sem er stútfullur af vítamínum og steinefnum, úr hreinum og náttúrulegum hráefnum eins og grænum leir og þara. Sedrusviður, lavender og sítrónugras hjálpa til við að græða og koma jafnvægi á húðina.

Er sérstaklega gerður fyrir olíukennda húð, bólur og fílapensla.

Leirmaskar og böð hafa verið notuð í hundruði ára til að hreinsa og slétta húðina. Í þessum maska er grænn leir sem er mjög gleypinn (hreinsandi), sótthreinsandi og örverueyðandi. Virkar þannig að hann bindur og fjarlægir óhreinindi, eiturefni og þungamálma úr svitaholunum. Leirinn er pakkaður af steinefnum eins og kalki, magnesíum og fosfór.

Sjárvarþari (eða þang) er sneisafullur af andoxunarefnum og er góður næringargjafi fyrir húðina, A- og E-vítamín sérstaklega. Einnig er hann bólgueyðandi.

Notkun: 
Maskinn er í duftformi til að lengja endingartíma vörunnar. Blandaðu litlu magni af duftinu við vatn og gerðu úr því þykkt mauk (paste). Berðu á andlitið og leyfðu maskanum að vera á þar til hann hefur þornað. Skolaðu af með vatni og klút/margnota bómullarskífu.
Einnig getur verið gaman að prófa sig áfram og setja jógúrt eða lífrænt eplaedik í staðinn fyrir vatn til að örva húðina enn meira.

Umbúðir: Endurvinnanleg glerkrukka með málmloki.
Magn: 30 gr.

Innihaldsefni:
Green Ultra Ventilated Argiletz French Clay
Kelp
Cedrus Atlantica (Cedarwood Oil)
Lavandula Angustifolia (Lavender Essential Oil)
Cymbopogon martini (Palmarosa Essential Oil)
*Linalool,*Limonene,*Farnesol,*Geraniol,*Citral
(*Naturally occurring in Essential Oils)