Andlitsmaski hvítur leir + blóm

3.590 kr
Sæki umsögn...
  • Andlitsmaski hvítur leir + blóm
  • Andlitsmaski hvítur leir + blóm
  • Andlitsmaski hvítur leir + blóm

Andlitsmaski hvítur leir + blóm

3.590 kr
Sæki umsögn...

Kaolin andlitsmaskinn er fullkominn fyrir þá sem eru með viðkvæmari húð. Mildur Kaolin leirinn dregur út óhreinindin á meðan þurkkuðu blómin græða og róa húðina.

Hentar fyrir sérstaklega viðkvæma húð.
Engar ilmkjarnaolíur eru í maskanum, þess í stað er blanda af náttúrulegum blómum svo húðin njóti ávinnings jurtanna án þess að erta viðkvæma húðina.

Leirmaskar og böð hafa verið notuð í hundruði ára til að hreinsa og slétta húðina. Í þessum maska er Kaolin leir sem er mildur en hreinsandi. Morgunfrú (Calendula) er öflug græðandi jurt sem vinnur að því að róa alls kyns húðkvilla. Kamilla (Chamomile) er þekkt fyrir bólgueyðandi og róandi eiginleika sína. Lavender er róandi fyrir sinnið. Blöðin af blómunum eru þurrkuð og fínmöluð.

Notkun: 
Maskinn er í duftformi til að lengja líftíma vörunnar. Blandaðu litlu magni af duftinu við vatn og gerðu úr því þykkt mauk (paste). Berðu á andlitið og leyfðu maskanum að vera á þar til hann hefur þornað. Skolaðu af með vatni og klút/margnota bómullarskífu.
Einnig getur verið gaman að prófa sig áfram og setja jógúrt eða lífrænt eplaedik í staðinn fyrir vatn til að örva húðina enn meira.

Umbúðir: Endurvinnanleg glerkrukka með málmloki.
Magn: 30 gr.

Innihaldsefni:
Kaolin Clay
Bentonite Clay
Calendula officinialis (Marigold) Petals
Lavandula angustifolia (Lavender) Flower
Chamomilla recutita (Matricaria) Flower

Lítil fjölskyldufyrirtæki

Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón

Vistvænni lífstíll

Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi

Bestu vörurnar

Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug