Við erum þrjár vinkonur sem stöndum að Menu. Það er sameiginlegt áhugamál okkar að kynnast vörum sem framleiddar eru af ástríðu og þar sem heilsu og umhverfi er gert hátt undir höfði. Hér má finna þær vörur sem hafa reynst okkur best og viljum á þennan hátt bjóða upp á aukna flóru í þessum geira. Við höfum farið víða og prófað margar vörur. Flestar vörur standast ekki væntingar okkar en inni á milli finnum við algjör gull! Aðeins þær vörur rata hingað. Við erum ólíkar, bæði sem einstaklingar og með mismunandi húðgerðir og því eigum við hver okkar uppáhöld. Þær vörur sem við höldum hvað mest upp á eru merktar sérstaklega hér á síðunni og við hlökkum til að halda áfram að bæta við fleiri spennandi vörum.