Leiðbeiningar

1. Setjið 5 sápuskeljar í bómullarpokann sem fylgir.

2. Komið pokanum með sápuskeljunum fyrir í tromlunni með þvottinum.

3. Þvoið samkvæmt leiðbeiningum á fatnaði.

4. Geymið skeljarnar eftir notkun. Hægt er að nota sápuskeljarnar allt að 5 sinnum.

Fyrir sérstaklega óhreinan þvott:
Setjið 6-8 skeljar í pokann og komið pokanum fyrir í tromlunni og þvoið samkvæmt leiðbeiningum.

Fyrir lítið óhreinan þvott:
Setjið 3-5 skeljar í pokann og komið pokanum fyrir í tromlunni og þvoið samkvæmt leiðbeiningum.

Hægt er að nota ilmolíur með sápuskeljunum og þá er gott að dreypa 10-15 dropum í pokann með sápuskeljunum.

Hægt er að þvo að minnsta kosti 75 þvotta (225 gr. pakkning) með sápuskeljunum á þennan einfalda hátt. Til að ná nýtingu upp á 108 þvottavélar þá er mælt með því að nota skeljarnar til að búa til sápuskeljalög samkvæmt leiðbeiningunum hér fyrir neðan:

Heimagerður sápuskeljalögur

Með suðu:

1. Setjið 15-20 skeljar /50gr. af möluðum sápuskeljum í pott með 2 lítrum af vatni og hitið að suðu.

2. Eftir 10 mínútna suðu, slökkvið undir, lokið pottinum og látið kólna.

3. Þegar vökvinn hefur kólnað hellið vökvanum af skeljunum í flösku eða krukku og geymið í kæli. Geymið skeljarnar.

4. Hægt er að sjóða skeljarnar í 2 lítrum af vatni allt að 3 sinnum og ætti að gefa um 7-8 lítra af sápuskeljaþvottalegi.

Án suðu:

1. Leggið 10 sápuskeljar í ílát með loki og bætið við 1 lítra af heitu vatni.

2. Hristið vel og látið standa uns vatnið hefur breytt um lit og er orðið brúnlitað. Nú hefur sápan úr skeljunum blandast við vatnið og lögurinn er tilbúinn.

3. Bætið við heitu vatni eftir því sem tæmist úr ílátinu. Þegar vatnið er hætt að breyta um lit þá hefur sápunni verið náð úr skeljunum.

Notkun á sápuskeljalegi
Setjið þvottinn í þvottavélina og hellið einum bolla/250 ml. af þvottalegi í þvottaefna skúffuna á þvottavélinni og þvoið samkvæmt leiðbeiningum. 

Fyrir sérstaklega óhreinan þvott:
Notið 2 bolla /500 ml. af þvottalegi.

Handþvottur:
Notið 1 bolla/250 ml af þvottalegi, þvoið og skolið vel.

Geymið þvottalöginn í kæli og í lokuðu íláti!
Sápuskeljar eru náttúrulegar og geta því verið viðkvæmar fyrir geymslu, ekki er gott að geyma sápuskeljarnar í raka.

Þegar sápuskeljarnar eru hættar að gefa sápu er hægt að setja þær í blandara með vatni og útbúa mauk sem hægt er nota sem almenn hreinsilög, uppþvottalög og sem almenna heimilissápu. 
Geymið sápuskeljamaukið í lokuðu íláti á köldum stað.