Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
Notkunarleiðbeiningar fyrir þvott:
Setjið 2 matskeiðar af efninu í bómullarpoka eða bómullarsokk og hnýtið vel fyrir opna endann. Setjið pokann/sokkinn með í þvottavélina og stillið á það prógram sem hentar hverju sinni. Eftir þvott tæmið pokann /sokkinn í lífræna úrganginn.
Notkunarleiðbeiningar fyrir hár og húð:
Sápuskeljaduft er góð leið til að hreinsa húð og hár á mildan hátt. Setjið eina matskeið í lófann eða ílát, bætið örlitlu vatni við og blandið til að fá þykkni. Þetta þykkni er svo notað til að skrúbba andlit, líkama eða hársvörð.
Til að auka næringu og raka sem fæst úr þykkninu mælum við með að bæta við teskeið af Ayurvedic hármaskanum.
Skráðu þig og fáðu sendan fróðleik og frábær tilboð.