Leiðbeiningar

Notkunarleiðbeiningar:

Maskinn er í duftformi og fyrir notkun er honum blandað við vökva, eins og  til dæmis vatn, kókosvatn, kókosmjólk eða hreina jógúrt. Best er að nota lítið ílát til að blanda maskanum saman við vökvann.

Hársápa:
Blandið hármaskann jafnt við vökva (hlutföll 1:1) og hrærið vel saman í mjúkt krem (paste). Berið vel í hár og hársvörð, nuddið og skolið svo vel úr með vatni. Ef nota á hármaskann í þurrt hár er gott að setja nokkra dropa af ilmkjarnaolíu.

Hárnæring:
Blandið hármaskann jafnt við vökva (hlutföll 1:1) og hrærið vel saman í mjúkt krem (paste). Berið vel í hár og hársvörð, nuddið og látið vera í hárinu í 10 mínútur. Skolið vel úr með vatni.