Leiðbeiningar

Berðu í handarkrikann og bíddu í eina mínútu áður en þú klæðir þig. Eftir rakstur er betra að bíða í að minnsta kosti 30 mín áður en svitakremið er notað og helst yfir nótt ef húðin er mjög viðkvæm.

Athugið að svitakremið stöðvar ekki svitamyndun heldur draga efnin í kreminu rakann í sig þannig að þú finnur minna fyrir honum.

Matarsódi er í kreminu sem getur valdið ertingu í viðkvæmri húð og í þeim tilvikum ætti ekki að halda áfram að nota kremið.