Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
URÐ var stofnað árið 2016 af Erlu Gísladóttur. Nafn vörumerkisins er gamalt íslenskt orð sem þýðir jörð eða jarðvegur. Nafnið stendur fyrir hrein hráefni sem við notum í húðvörurnar okkar og þá handgerðu aðferð þar sem engar flýtileiðir eru í boði.
Við trúum því að það eina sem húðin þarf eru hreinsandi steinefni og hreinar olíur til að hlúa að húðinni. Markmið okkar er að veita skapandi og einfaldar húðvörur sem innihalda bestu náttúrulegu innihaldsefni sem finnast í íslenskri náttúru.
Við teljum það skyldu okkar að gæta umhverfis okkar vel. Húðvörurnar okkar eru cruelty free og innihalda hvorki plastefni né paraben. Við notum aðeins endurvinnanleg ílát og umbúðir.
Skráðu þig og fáðu sendan fróðleik og frábær tilboð.