Margar leiðir eru að hreinum og ilmandi þvotti. Hér bjóðum við upp á öðruvísi og umhverfisvænni leiðir. Við þvoum sjálfar með sápuskeljunum og setjum stundum nokkra dropa af ilmkjarnaolíu með í vélina til að fá góðan og léttan ilm. Blettaeyðirinn er öflugur úr náttúrulegum hráefnum og gefur hefðbundnum blettaeyðum ekki tommu eftir.