Living Naturally.

Sápustykki með rósum og bleikum leir

Castile sápa úr hreinni ólífuolíu er einstök sápa sem hreinsar á áhrifaríkan hátt en um leið mild fyrir húðina. Úr sápunni kemur flauelskennd froða sem skilar húðinni silkimjúkri og endurnærðri. Rósailmkjarnaolía er í sápunni sem hefur guðdómlegan ilm og er líka bakteríudrepandi. Í sápunni bleikur mjög fínn leir og saman gerir þetta sápuna að hreinum munaði að nota!

Er róandi og kemur jafnvægi á húðina. Hentar fyrir óróleika í húð, viðkvæma húð og exem / psoriasis. Má einnig nota sem sápu / sjampó fyrir börn eða fínt hár.

Helstu innihaldsefni:
HÁRFÍNN BLEIKUR FRANSKUR LEIR er mildasti leirinn og er hentugur fyrir allar húðgerðir, sérstaklega viðkvæma húð. Hann hreinsar húðina varlega með því að fjarlægja dauðar húðfrumur og er frábær við meðhöndlun á bólum.

HREIN RÓSAILMKJARNAOLÍA hefur bakteríudrepandi, bólgueyðandi og andoxandi áhrif ásamt hinum guðdómlega rósailmi.

Notkunarleiðbeiningar:
Bleytið sápustykkið og látið freyða í höndunum eða með svampi. Berið á blauta húð, þvoið og skolið.

Til að lengja lífið í sápunni er gott að setja sápuna á sápudisk sem vatnið rennur af og loft kemst að sápunni. Leyfið sápustykinu að þorna á milli notkunar.

Innihaldsefni:
Olea Europaea (ólífu) ávaxtaolía,
Lífræn Sapindus Mukorossi (soapnut) fruit extract,
Sodium hydroxide*,
Kaolin (and) Illite (and) Red Iron Oxides,
Rosa damascena (rósar) olía,
Pelargonium graveolens (rose geranium) oil,
Rosa damascena (Rose) Petals.
Geraniol**, Citronellol**.

*Sodíum hydroxíð er notað í sápugerðinni sjálfri en ekkert verður eftir af því í sápunni
**Náttúruleg innihaldsefni ilmkjarnaolía

 

Þyngd 90gr.


lífrænt handgert virðing Sjálfbært Sjálfbært Vistvænt Niðurbrjótanlegt Vegan