ECOlunchbox

Stálílát - Splash Box

Boxið er úr ryðfríu stáli og lokið úr eiturefnalausu sílikoni. Stálboxið er lekahelt, heldur öllum vökva og vatni. Áhyggjulaus setur þú boxið í töskuna, bakpokann eða skjalatöskuna.
Frábært nestisbox fyrir skólabörnin. Flipinn á hornunum auðveldar gripið, boxið er því auðvelt að opna og loka fyrir allan aldur.

Splash Boxið er frábært til að stafla upp, staflast vel með Splash Box XL og Splash Pod.
Boxin mega fara í uppþvottavél og í bakaraofn á meðalhita. Setijð ekki í örbylgjuofn. Lekafrítt, ryðfrítt, plastlaust og laust við BPA, þalöt og BPS.

Plastlaus og margnota leið til að geyma mat og nesti
Boxið rúmar 710 ml.

Ef lokið er skoðað nánar þá sést munstur sem eiga að vera öldur hafsins og minna okkur á hversu nauðsynlegt það er að halda hafinu hreinu og án plastmengunar.