Hydrophil

Conjac svampur

Þetta undur er eingöngu grænmeti: 100% rótin af konjac jurtinni - mildur hreinsir og skrúbbur - lífniðurbrjótanlegur (e. biodegradable).

Conjac svampurinn er framleiddur úr Konjac rót sem er rótargrænmeti og vex í Asíu. Svampurinn er frábær mildur hreinsir fyrir andlitið, fjarlægir dauðar húðfrumur og gerir hana mjúka og slétta.
Í framleiðslunni er rótin þurrkuð og möluð. Hvítu konjac mjölinu er síðan blandað við vatn og bakað í ofni og svampurinn er tilbúinn. Í Japan hefur conjac svampurinn verið notaður í 1500 ár við daglega húðumhirðu, en í Kóreu hefur svampurinn verið notaður við umönnun og hreinlæti barna.
Notkunarleiðbeiningar:
Bleyttu svampinn og kreistu umfram vatn úr honum. Nuddaðu svampinum yfir andlit þitt og/eða líkama með hringlaga hreyfingum.

Varan er vegan og fair trade.
Þyngd: 5 gr.

Innihaldslýsing:
Konjac rót, vatn