Flux Undies

Flux - Teen Brief unglingalína - miðlungs-mikil rakadrægni

FLUX Teen Brief unglingalínan líta út eins og venjulegar nærbuxur, að vera í þeim er líka eins og að vera í venjulegum nærbuxum. Ótrúlega flottar og þægilegar túrnærbuxur úr mjúkri bómull fyrir miðlungs til miklar blæðingar, halda sama magni og 3,5 túrtappar eða um 18 ml.

Hvert og eitt stykki af Flux túrnærbuxum kemur í stað 200+ einnota tíðavara eins og dömubindi og túrtappar. 

Teen Brief sniðið er hannað þannig að það er gott að vera í því hvort sem er í skóla, vinnu eða á æfingum.

Af hverju FLUX túrnærbuxur?
– Margnota. Þær koma í stað einnota túrvara s.s. tappa og binda
– Góðar fyrir budduna til lengri tíma

Efni, umbúðir og framleiðsla
– Halda sama sem 3,5 túrtöppum / 18 ml
– Fást í stærðum 10-12 & 13-14 ára
–  Efni: Buxurnar eru úr 95% bómull og 5% Elastane. Rakadræga lagið: 100% bómull, blanda af PUL, öll efni eru OEKO-Tex vottuð
– Án ilmefna og parabena
– Vegan og Cruelty Free
– Framleiddar í UK (40% framleiðslunnar) og með ábyrgum hætti í Kína (60% framleiðslunnar)

Notkun og umhirða
– Skolið eftir notkun með köldu, þvoið í þvottavél á 30 - 40°, hengið til þerris
– Ekki nota mýkingarefni eða þurrkara, það getur skemmt rakadræga lagið