Nature and my

Nestisbox úr hrísgrjónahýði fyrir börn - lekafrítt og vistvænt

Boxinu fylgja skeið og gaffall, belti til að binda um boxið og færanleg skipting innan boxins. Innsiglið í boxinu er unnið úr trjákvoðu.

Nextisboxin eru gerð úr lífrænu hrísgrjónahýði og helst efnið saman vegna trjákvoðu og plantna sem soðið er við háan hita.  Þannig fæst náttúrulegt bindiefni og glansandi yfirborð sem minnir óneitanlega á plastáferð. Þessi box endast í mörg ár með góðri umhyggju en þegar þau eru orðin lúin og búin á því má setja þau í lífræna ruslið eða moltuna.  Þau brotna niður að fullu á 180 dögum.

Boxin eru:

  • Án BPA og eiturefna
  • 100% niðurbrjótanlegt
  • Auðvelt að þrífa, lekur ekki
  • Verndun gegn bakteríum
  • Má fara í uppþvottavél
  • Má fara í ofn og örbylgjuofn
  • Má frysta
  • Þolir hita frá -30°c að +120°c

Stærð: 16x11x5cm

Til athugunar:

 Innsiglið má ekki fara með í örbylgjuna eða í ofninn.

 

Umsagnir

Byggt á 1 review Skrifa umsögn