Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
Frá því um tvítugt hef ég ávallt valið að nota hreinar vörur eins og hægt er fyrir líkamann, andlitið og hárið. Eftir að ég byrjaði að búa hef ég notað umhverfisvænar sápur og hreinlætisvörur til þrifa eins og kostur er.
Í gegnum tíðina hefur mér fundist vanta upp á vöruúrval og ég ekki fundið það sem mig langar að nota. Núna eru miklar breytingar í gangi hvað varðar vöruúrval og er fólk hvaðanæva í heiminum að þróa vörur fyrir sig og sína nánustu sem eru hreinar og ný hugsun á bakvið vörurnar.
Umhverfisvænt, Cruelty free og Vegan eru hreyfingar sem eru að leggja rótsterkar línur í þróun margra vara og nú er að koma inn á sjónarsviðið ný kynslóð af sterkum vörulínum fyrir líkamsumhirðu, andlit, þrif á líni, þrif á heimili og svo margt fleira.
Við val á snyrtivörum finnst mér mjög mikilvægt að innihaldslýsingin sé á mannamáli, þe að ég skilji hvað er í vörunni, og það séu tiltölulega fá innihaldsefni í snyrtivörum sem tekin eru úr náttúrunni, ef þau er lífræn þá er það toppurinn og eins að geta boðið upp aukið vöruúrval og hreinar vörur sem ég vil sjálf nota.
Skráðu þig og fáðu sendan fróðleik og frábær tilboð.