Living Naturally.
Living naturally er breskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2009 af foreldrum tveggja barna með ýmis konar húð- og heilsuvandamál. Foreldrarnir tóku ákvörðun um að hafa heimilishaldið eins heilnæmt og kostur væri í þeirri von að hafa jákvæð áhrif á heilsu barna sinna. Í framhaldi af því þróuðu þau eigin vörur sem eiga það sameiginlegt að innihalda sápuskeljar (soapnuts). Vörurnar frá Living naturally eiga það líka sameiginlegt að þær eru handgerðar, þær eru allar vegan og innihalda ekki SLS efni, paraben, jarðolíu (mineral oil), pálmaolíu, tilbúin aukaefni eða tilbúin ilmefni. Lögð er áhersla á að innihaldsefnin komi frá framleiðendum sem stunda ábyrga viðskiptahætti.
Við hjá Menu bjóðum upp á ýmsar hreinsi- og húðvörur frá Living naturally sem við höfum prófað sjálfar og finnst góðar. Við notum líka sjálfar þvottavörurnar frá Living naturally sem við bjóðum upp á á síðunni. Við höfðum ekki prófað að þvo þvott með sápuskeljum fyrr en við kynntumst Living naturally og okkur hefur fundist gaman að kynnast þessum vörum og taka með því eitt lítið skref í átt að því að minnka neikvæð áhrif lífsstíls okkar á umhverfið. Við hlökkum til að heyra hvernig viðskiptavinum Menu líkar við vörurnar frá Living naturally.

Blettaeyðir fyrir þvott
1.490 kr
Hármaski með ayurvedic jurtum
2.390 kr
Hárolía úr nærandi jurtum
3.190 kr
Hársápa með bergamot & ylang
Frá 1.990 kr
Hársápa með rósmarín & marshmallow
Frá 1.990 kr
Hársápustykki með hampi & patchouli
1.850 kr
Hársápustykki með kókos
1.550 kr