Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
Okkur líður bara ekkert vel yfir tilhugsuninni af öllum plastteygjunum úti í náttúrunni. Þetta eru eitt af því sem við mannfólkið notum í miklu magni, hvort sem það er í okkur sjálf eða börnin okkar. Þessar týpísku hárteygjur innihalda plast og það getur tekið hundruðir ára fyrir plast að brotna niður í náttúrunni.
Við fórum því á stúfana og fundum þessar plastlausu hárteygjur. Þær eru úr náttúrulegu gúmmíi og klæddar lífrænni bómull. Okkur finnast þær ægilega fallegar og fara vel á úlnlið. Einstaklega þægilegar að nota og þær slíta ekki hárið. Maður einfaldlega passar betur upp á teygjurnar sínar þegar þær eru svona vandaðar og umhverfisvænar!
Eins og staðan er í dag eru þetta einu niðurbrjótanlegu hárteygjurnar í heiminum. Þær eru framleiddar í Los Angeles við mannúðlegar og vottaðar aðstæður. Koma fimm saman í pakka
Skráðu þig og fáðu sendan fróðleik og frábær tilboð.