Awake Organics

Andlitsmaski og hreinsikrem Frankin-Sense Divine - ferðastærð

3.490 kr
Sæki umsögn...
 • Andlitsmaski og hreinsikrem Frankin-Sense Divine - ferðastærð
 • Andlitsmaski og hreinsikrem Frankin-Sense Divine - ferðastærð
 • Andlitsmaski og hreinsikrem Frankin-Sense Divine - ferðastærð

Awake Organics

Andlitsmaski og hreinsikrem Frankin-Sense Divine - ferðastærð

3.490 kr
Sæki umsögn...

Berglind mælir með...

Awake vörurnar eru frekar nýlega farnar að vera fáanlegar í Evrópu, þær voru áður bara seldar í Kanada vegna þess að framleiðandinn er kanadísk og bjó þar. Nú er hún flutt til Bretlands og við hjá mena.is uppgötvuðum vörurnar hennar mjög fljótt enda reynum við að fylgja vel með :)

Maskinn finnst mér skemmtilegur, ég er veik fyrir vörum sem er hægt að nota í margt og þessi er bæði andlitshreinsir og andlitsmaski. Mér finnst eitthvað gott við að bera á mig fínkorna maskann, vitandi það að í honum er ekkert nema góðgæti fyrir húðina, engin rotvarnar eða önnur aukaefni (þess vegna er best að geyma krukkuna í ísskápnum).

Sem andlitshreinsi er best að bera hann á blauta húðina (ekki setja vatn í dósina því þá er hætta á að geymsluþolið minnki), nudda lauflétt og hreina svo af með vatni eða blautum þvottapoka.

Sem maska þá er gott að setja þykkt lag á þurra húðina og láta maskann harðna á húðinni áður en þú skolar hann af.“Nú er Awake Organics andlitshreinsikremið komið í ferðstærð. Hreinsikremið er hægt að nota bæði sem daglegt hreinsikrem og sem andlitsmaska 2-3 sinnum í viku. Kremið er með mjög fínum kornum sem hjálpa til við að hreinsa húðina og leðju sem dregur í sig óhreinindin. Blanda af vel völdum olíum og hunangi hjálpar til við að fríska upp á húðina og mýkja hana ásamt því að hreinsa.

Lyktin af kreminu má segja að sé “jarðarleg” (earthy) og af því er örlítill blómakeimur. Kremið er þykkt, mjúkt og leirkennt. Tilfinningin sem kremið skilur eftir á húðinni er hrein, mjúk og rök og nærð

Það eru engin rotvarnarefni í þessu kremi frekar en öðrum kremum frá Awake Organics og því er best að nota kremið innan þriggja mánaða frá því það er opnað. Ef kremið er geymt í ísskáp eftir að það er opnað þá lengist geymsluþolið.

Helstu innihaldsefni

Leðja úr dauðahafinu, bentonite og breskt hráhunang sem hjálpa til við að hreinsa húðina.

Frankinsense, gulrótarfræolía, kannabisolía og geranium olía gefa kreminu ómótstæðilega lykt og hafa mýkjandi og nærandi áhrif á húðina á meðan hún hreinsast.

Grænt te og vínberjafræjaþykkni.

Inniheldur 15 gr.

Kremið kemur í glerkrukku með loki úr harðplasti.

HandgertInniheldur býflugnavaxNáttúrulegtÁn dýratilrauna

 • Umsagnir

  Byggt á 2 reviews Skrifa umsögn
 • Óunnin og hrein leðja úr Dauðahafinu
  Breskt hráhunang
  Cannabis sativa (hemp) fræolía*
  Limnanthes alba (meadowfoam) fræolía
  Náttúrulegur bentonite leir
  Camellia sinensi lauf (matcha grænt te)
  Vitis vinifera (vínber) fræþykkni
  Ilmkjarnaolíur úr
  Boswellia neglecta (frankincense)*
  Daucus carota (gulrót) fræjum*
  Pelargonium graveolens roseum (Rose Geranium)*
  Helianthus annuus (sólblóma) fræolía
  Limonene+
  Citronellol+

  * Lífrænt
  + Náttúrulegt

 • Maski:
  Nuddið hálfri til einni teskeið á hreina raka húð 2-3 sinnum í viku. Nuddið létt yfir andlitið og hálsinn og bíðið í 5-10 mín með kremið á húðinni áður en það er hreinsað af með vatni.

  Hreinsikrem:
  Nuddið hálfri teskeið á hreina raka húð og nuddið létt yfir andlit og háls og sérstaklega á svæði sem eru þurr eða bólótt. Hreinsið af með volgu vatni
  .

Lítil fjölskyldufyrirtæki

Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón

Vistvænni lífstíll

Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi

Bestu vörurnar

Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug