Ferðastærð - Aura lífrænn svitalyktareyðir með sítrónugrasi og lavender

2.290 kr
Sæki umsögn...
 • Ferðastærð - Aura lífrænn svitalyktareyðir með sítrónugrasi og lavender
 • Ferðastærð - Aura lífrænn svitalyktareyðir með sítrónugrasi og lavender
 • Ferðastærð - Aura lífrænn svitalyktareyðir með sítrónugrasi og lavender

Ferðastærð - Aura lífrænn svitalyktareyðir með sítrónugrasi og lavender

2.290 kr
Sæki umsögn...

Auður mælir með...

Ókei, þessi deo… Ég vissi ekki að ég gæti elskað svitalyktareyði!  Við vitum öll að við eigum að nota hreina svitalyktareyða sem innihalda ekki ál. Tengsl hafa fundist milli notkunar svitalyktareyða sem innihalda ál og brjóstakrabbameins og því skiptir þetta miklu máli. Kostirnir við þennan finnst mér annars vegar yndisleg lyktin, engifer og sítrónugras, og svo inniheldur hann matarsóda sem dregur í sig raka.  

Þessi er eiginlega bara fullkominn!“Svitakremið er lang vinsælasta varan frá Awake Organics og má segja að kremið hafi slegið í gegn. Það fékk önnur verðlaun árið 2017 frá Green Parent Magazine í flokkinum besta nýja svitakremið og keppti þar við allar gerðir svitakrema, ekki bara lífræn.

Svitakremið frá Awake organics er komið í ferðastærð. Gert úr náttúrulegum efnum og inniheldur ekkert ál, engin paraben, súlföt, þalöt eða efni unnin úr jarðolíu.

Engin rotvarnarefni eru í kreminu. Því er mælt með að geyma kremið á dimmum og köldum stað og nota hreinar hendur eða skeið í krukkuna. Þá á svitakremið að endast í 6-12 mánuði eftir að krukkan er opnuð.

Kremið er ekki prófað á dýrum.

Helstu innihaldsefnin eru:

Leirefni, matarsódi og “arrowroot” hjálpa til við að halda húðinni undir höndunum þurri.

Blanda af fjórum lífrænum ilmkjarnaolíum (sítrónugrasi, lavender, rósmarín og piparmyntu) gefur mildan og þægilegan ilm, hefur róandi áhrif á húðina undir höndunum og minnkar svitalykt.

Blanda af kaldpressuðum kókos-ólífuolíum og býflugnavaxi gerir það að verkum að auðvelt er að bera kremið á það smýgur fljótt og vel inn í húðina.

Inniheldur 15 gr. 

Kremið er í glerkrukku með loki úr áli.

HandgertInniheldur býflugnavaxNáttúrulegtÁn dýratilrauna

 • Umsagnir

  Byggt á 5 reviews Skrifa umsögn
 • Cocos nucifera (Virgin Coconut) olía*
  Olea europaea (Olive) ávaxtaolía*
  Matarsódi
  Maranta arundinacea (Arrowroot) rót
  Cera alba (býflugnavax)
  Breskur postulínleir (kaolin)
  Lavandula angustifolia (Lavander) laufolía*
  Rosmarinus officinalis (rósmarín) laufolía*
  Mentha piperita (piparmynta) laufolía*
  Cymbopogon citratus (sítrónugras) laufolía*
  Geraniol+
  Linalool+
  Limonene+
  Citral+

  * Lífrænt
  + Náttúrulegt innihaldsefni ilmkjarnaolíu

 • Berðu í handarkrikann og bíddu í eina mínútu áður en þú klæðir þig. Eftir rakstur er betra að bíða í að minnsta kosti 30 mín áður en svitakremið er notað og helst yfir nótt ef húðin er mjög viðkvæm.

  Athugið að svitakremið stöðvar ekki svitamyndun heldur draga efnin í kreminu rakann í sig þannig að þú finnur minna fyrir honum.

  Matarsódi er í kreminu sem getur valdið ertingu í viðkvæmri húð og í þeim tilvikum ætti ekki að halda áfram að nota kremið.

Lítil fjölskyldufyrirtæki

Við bjóðum vörur frá litlum fyrirtækjum sem framleiða vörur sínar af hugsjón

Vistvænni lífstíll

Allar vörur hjá Mena eru þróaðar með umhverfið í öndvegi

Bestu vörurnar

Hér eru aðeins vörur sem við höfum sjálf prófað og getum mælt með af heilum hug