Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11
Svo lengi sem ég man eftir mér hef ég haft mikinn áhuga á kremum og hverskyns snyrtivörum. Það var hreinlega áhugamál hjá mér að dúlla mér í apótekum og snyrtivöruverslunum og skoða nýjar vörur og vörulínur sem höfðu bæst í hillurnar. Svo þróaðist þetta yfir í að ég gat gleymt mér yfir innihaldslýsingunum. Ég man hvað mér fannst í raun skrítið hvað það væru oft mörg innihaldsefni í því sem leit út fyrir að vera jafn einföld vara og td eitt líkamskrem!Síðan þá hefur áhuginn og forvitnin bara aukist í þessa átt.
Það skiptir máli fyrir okkur öll að þær vörur sem við notum á okkar stærsta líffæri, húðina, séu hreinar og lausar við óþarfa aukaefni. Ég er stolt af því að vera hluti af teymi sem býður upp á aukna flóru þegar kemur að húðumhirðu og vellíðan þar sem náttúran leikur aðalhlutverk.
Skráðu þig og fáðu sendan fróðleik og frábær tilboð.