A Slice of Green

Ferðabox fyrir sápur - ryðfrítt stál

Klassískt lítið box úr ryðfríu stáli. Tilvalið ferðabox fyrir hársápustykki og hárnæringarstykkin. Fer lítið fyrir því, hægt að smella því í handtöskuna eða hanskahólfið!
Mjög hentugt er að taka hársápu í föstu formi með sér í handfarangur í millilandaflugi.

Gott er að skera uþb 1/3 af hársápustykkinu og hárnæringarstykkinu og setja saman í boxið. Hinn hlutinn er geymdur í sturtunni. Þannig þarf ekki að kaupa tvennt af öllu.

Ryðfrítt, plastlaust og laust við BPA, þalöt og BPS.

Stærð:
lengd 9,5 cm;  breidd 5,7 cm; hæð 3,8 cm.
Rúmmál: 150 ml.