Tilboð!

Balm Balm

Body balm án ilms 120 ml

Einstaklega milt krem með margskonar notagildi úr náttúrulegum olíum, smjöri og vaxi. Það róar, mýkir og nærir húðina, hentar öllum húðgerðum og líka fyrir viðkvæma húð. Fullkomlega einföld húðumhirða, náttúrulegt og hreint líkamskrem daglega.

Kremið er án ilmkjarnaolía og hentar vel þeim sem vilja ekki ilm eða eru með viðkvæma húð. Hentar öllum líka nýburum og þunguðum konum.

Notkun:
Notaðu þetta dásamlega smyrsl á allan líkamann, hendur, fætur, hné, olnbogar, hárið og á hvern þann stað sem þarf sérstaka athygli.

Ef þig langar að fá uppáhalds ilmkjarnaolíuna þína í kremið: Settu heitt vatn í skál og settu krukkuna í vatnið þannig að það nái krukkunni til hálfs, hafðu krukkuna í vatninu í 2-4 mínútur eða þar til kremið er orðið mjúkt í gegn. Bættu 1-2 dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni þinni og hrærðu í með endandum á teskeið. Settu kremið í ísskáp þar til kremið hefur náð sér aftur.

Innihaldslýsing:
Helianthus annuus (Sunflower) seed oil, Butyrospermum parkii (Shea butter), Cera alba (Beeswax), Simmondsia chinensis (Jojoba) seed oil, Calendula officinalis (Marigold) flower extract.