February 18, 2020 3 min read

Náttúruleg hársápustykki eru frábær leið til að byrja vegferðina í átt að plastlausu baðherbergi og minnka þannig einnota plast í daglegu lífi. Öll hársápustykkin hjá Mena eru án þalata, parabena, freyðiefna og annarra skaðlegra efna. Engu að síður freyða þau vel og auðvelt að dreifa þeim um hárið. Náttúrulegt, umhverfisvænt, plastlaust og hreint, hljómar eins og sinfónía!
Við eigum allskonar hársápustykkjum sem eru gerð fyrir mismunandi hárgerðir og hægt að finna hjá okkur sem hentar flestum.
 

Hvernig á að nota  náttúrulegt hársápustykki

Aðlögun hársins að náttúrulegum hársápustykkjum:
Algengustu athugasemdir sem við fáum frá nýjum notendum hársápustykkja er nokkurn veginn svona: „Ég elska hugmyndina um að nota náttúrulegt og plastlaust sjampó, en hárið á mér er skrítið!“ Mjög margir byrja að nota náttúrulegt hársápustykki og hárið aðlagast strax. Stundum gerist það að hárið verður skrítið eða vaxkennt, jafnvel eftir nokkurra vikna notkun. Þér gæti fundist hárið þitt húðað, stökkt, þurrt eða feitt. Einnig gætir þú upplifað hársápuleifar á burstanum þínum þegar þú greiðir yfir hárið. Aðlögunartími getur hlaupið á nokkrum dögum til nokkurra vikna, flestir aðlagast innan við viku. Við höfum þó heyrt af örfáum þar sem hárið vill alls ekki aðlagast.
Þegar þú byrjar að nota náttúrulegt hársápustykki þá gæti hárið eða hársvörðurinn orðið feitur eða þurr eða jafnvel svissað á milli þessara tveggja öfga. Þú gætir upplifað meiri flóka eða hárið verður úfið, hársvörðurinn skrítinn eða vaxkenndur.

Þar sem hefðbundin sjampó strípa burtu náttúrulegar verndandi olíur, þá framleiðir hársvörðurinn meiri olíu til að bæta upp fyrir það. Hársvörðurinn verður skilyrtur í vítahring á offramleiðslu olíu.

Við getum aðstoðað þig í að aðlagast fljótt og vel því við höfum safnað reynslubankann í nokkurn tíma.

Þegar hársápustykki eru notuð er mjög mikilvægt að láta það FREYÐA VEL! Hársápustykkin eru olíurík og innihalda olíur og smjör til að næra hárið. Ef þú nuddar hársápustykkinu beint í hárið þá ertu að húða hárið með mjög feitri sápu. Ef þú lætur hársápuna ekki freyða mjög vel í hárinu þá gætur orðið eftir svæði húðuð með sápuolíunum sem gætu láta hárið verða eins og vaxkennt eða húðað. Algengasti bletturinn, sérstaklega fyrir þau sem eru með sítt hár, er dældin fyrir neðan hnakkann.
Mikilvægt er að vinna hársápuna inn í hárið með vatni og láta hana freyða vel svo að óhreinindi og auka olíur sem hárið þarfnast ekki skolist úr. Þessi tilfinning að hárið sé skrítið eða vaxkennt er oftast vegna þess að ekki hefur tekist að skola sápuleifarnar úr hárinu. 

Mikilvægt að láta hársápuna freyða vel og skola, skola, skola!! Ef þú ert með sítt hár mundu að veita dældinni fyrir neðan hnakkann sérstaka athygli svo þú skolir alla sápuna úr hárinu.

Oftast þarf hárið einfaldlega að aðlagast þegar skipt er um sjampótegund.

 

Ráð til að auðvelda aðlögun

  1. Ekki nudda hársápustykkinu beint í hárið. Láttu það frekar freyða á milli handanna eða notaðu þvottapoka og þvoðu hárið eingöngu með froðunni. Þetta getur reynst vel í að láta hárið verða minna vaxkennt þar til aðlögun er lokið. Þegar hárið hefur aðlagast er í lagi að láta hársápustykkið beint í hárið.
  2. Skolaðu hárið lengur en vanalega og notaðu jafnvel þvottapokann til að nudda hárið og hársvörðinn.
  3. Notaðu eplaediks hárskol eftir hvern þvott.
  4. Notaðu hárskol úr matarsóda til að skerpa hárið og hársvörðinn.
  5. Ekki gefast upp hárið þitt mun aðlagast að lokum 😊

 

Hvernig á að gera hárskol úr eplaedik:
Blandaðu í skál eða könnu 5-10 msk af eplaediki og 500 ml af heitu vatni.
Fyrir þurrt hár þarftu aðeins minna af eplaediki og feitt hár þarf aðeins meira.
Helltu blöndunni í þvegið hárið, nuddaðu því í hárið og láttu það vera í hárinu í nokkrar mínútur og skolaðu það síðan úr með vatni. Líklega þarftu ekki að nota hárnæringu.

 

Hvernig á að gera hárskol úr matarsóda:
Blandaðu saman í skál eða könnu ½-1 tsk matarsóda við bolla af volgu vatni.
Helltu blöndunni yfir hárið og þvoðu það með vökvanum.
Skolaðu vel.
Þessa aðferð ætti ekki að nota oftar en einu sinni í mánuði þar sem það gæti gert hárið of þurrt ef notað oftar. Hárið á þér verður brakandi hreint og ferskt eftir þessa meðferð.

Ef þig vantar aðstoð eða ráðgjöf, endilega hafðu samband við okkur hér:
https://www.facebook.com/menaiceland/
https://www.instagram.com/mena.is/

Hér er hlekkur á úrvalið okkar af hársápustykkjum: https://mena.is/collections/harsapustykki

Ykkar Mena