Verslunin okkar er í EKOhúsinu, Síðumúla 11

0

Karfan þín er tóm

Mena verður EKOhúsið

30% afsláttur í 24klst á >>ekohusid.is<<

Nú eru spennandi tímar framundan hjá elsku Mena okkar allra. Ævintýri sem byrjaði fyrir 6 árum síðan heldur áfram að stækka og dafna og er allt ykkur, elsku viðskiptavinum okkar, að þakka!

Ástríða fyrir heilnæmum, hreinum og umhverfisvænum vörum fyrir húð, hár og heimilið er aðal drifkrafturinn hjá Mena. Að finna vörur sem eru framleiddar af alúð, ástríðu og þar sem heilsu og umhverfi er gert hátt undir höfði er og verður alltaf okkar leiðarljós Við byrjuðum smátt sem netverslun með lítinn lager í heimahúsi.

Mörg lítil og góð skref hafa verið tekin síðan þá og við bættist heildsala og dreifing á mörgum flottum vörumerkjum sem við dreifum nú í verslanir víða um landið í gegnum heildverslunina okkar, Mandlan.is. Við kynntumst yndislegum konum á ferðalaginu og úr því varð verslunarsamstarf sem við erum svo þakklátar fyrir og heitir EKOhúsið í Síðumúla 11.

Þessu öllu saman fylgir auðvitað mikil og skemmtileg vinna eins og gengur og gerist í fyrirtækjarekstri og þá fer oft mikill tími í utanumhald á vefsíðum og samfélagsmiðlum, hvað þá þegar þetta er orðið margar vefsíður og allskonar miðlar. Við höfum því eftir miklar umræður og pælingar ákveðið að einfalda lífið og leggja alla okkar krafta í EKOhúsið, verslunina í Síðumúla 11, netverslunina www.ekohusid.is og samfélagsmiðla @ekohusid.is. Þar af leiðandi munum við leggja niður nafnið Mena, netverslunina mena.is sem og á samfélagsmiðlum.

Við vonum innilega að þú, kæri viðskiptavinur, fylgir okkur yfir á EKOhúsið þar sem við munum halda áfram að bjóða upp á allar þær vörur sem hafa verið til hjá Mena og gott betur, þar er hægt að fá frábært úrval umhverfisvænar lífstílsvörur fyrir húð, hár, heimilið, barnið og þig

EKOhusid.is